Færsluflokkur: Ferðalög

Ferðalok

Jæja nú erum við komin heim. Það var nú ekkert smá notarlegt að leggjast í sitt eigið rúm!!

Roskilde var að mestu leyti skemmtileg en það voru nú tímapunktar þar sem litlu mátti muna að maður myndi beila endanlega. Við fórum samt ekkert aftur til Koben, tjaldið okkar var alveg þolanlegt svo við létum okkur bara hafa það að sofa í því. Tónleikarnir voru skemmtilegir og það gekk eins og í lygasögu að komast heim til Ingu eftir síðustu tónleikana á sunnudagskvöldið.


Guð minn almáttugur!!

Við höfum flúið, við erum beilerar!

Það er semsagt búið að rigna hér um bil allan tímann á Roskilde. Það er líka búið að vera rok og svæðið er EINN RISASTÓR DRULLUPOLLUR! Það er ekki lengur smá drulla í kampinu, það eru ár og pollar og allt í rugli. Tjaldið okkar var reyndar ekkert það voðalega blautt en í gær hrundi skýlið okkar fína sem strákarnir byggðu. Við og Inga Þóra bara hreinlega gátum ekki meir í bili og flúðum heim til hennar í gær eftir að hafa séð Björk. Hún stóð svo sannarlega fyrir sínu og maður gat gleymt því í smá stund að maður var kaldur, blautur og skítugur. Það var þvílíkt rok og rigning og fólk hoppandi og dansandi í pollunum. Vá hvað það var gott að sofa á þurrum stað! Það tók okkur reyndar ansi langan tíma, mikið erfiði og slatta pening að komast til Kaupmannahafnar. En það var svo sannarlega þess virði. Nú er það bara sturtan og þá erum við endurnærð. Í kvöld spila Beastie boys, Trentemøller, Mika, Queens of the stone age, Peter Bjorn and John og Booka Shade. Næææææs! Reyndar er þetta allt saman á sama/svipuðum tíma svo við verðum hlaupandi á milli í drullunni, en það verður bara að hafa það!

Við ætlum líka sennilega ekkert að reyna að bjarga tjöldunum okkar, Ingu tjald flattist út svo það gæti verið erfitt. Við ætlum bara að koma okkur hingað þegar við viljum fara að sofa.


Roskilde

Ja tad er allt i gangi her! Buid ad rigna helling a okkur svo fyrst bjuggum vid i polli en nuna buum vid i drullusvadi. Ninja (<--tessi gaur er sko allur i drullu eins og vid) Annars er buid ad vera ansi gaman, hapunkturinn hingad til var tegar eg og Tinna forum ad saekja SudurAmrikufarana okkar! Grin Tok okkur meira en 2 tima ad komast til Kastrup og svo turftum vid ad bida tar i klukkutima, titrandi af spennu!! Jaeja ja, best eg fari og finni mer bjor. Eg komst nebbla ad tvi ad tad se betra ad passa ad vera ekki edru of lengi i einu, ta gaeti manni farid ad finnast adstaedurnar eitthvad ogedslegar...

kv. Kristrun 


Jibbíjeij

Íslenskt lyklaborð!! Smá tíma að venjast þessum lúxus. Það er búið að vera ljúft eins og alltaf að vera hér í kóngins København. Við erum búin að kaupa fullt af tjöldum og drekka fullt af bjór. Það beið okkar skemmtilegt surprise, Ingimar var kominn til Danmerkur. Hann er reyndar búinn að vera hérna í mánuð, búandi heima hjá Ingu Þóru. Ásgeir var líka kominn til Rakel og Jessie, svo komu Tinna, Solla og Þórey í gær. Planið er að fara einhverntíman seint í kvöld upp á Roskilde til að bíða í röð. Það opnar semsagt klukkan 8 í fyrramálið en fólk er búið að kampa fyrir utan í viku! Ekki alveg í lagi með suma... Á morgun koma svo SuðurAmeríku fararnir okkar. Cool

Roskilde byrjar á moooooorguuuuuun!!!!


Køben

Vorum eina nott i Hamburg og erum nu komin til Køben....buin ad vera frabær ferd og tad er oll Roskilde eftir :) Vildi samt vera nokkud lengur i austur evropu :(

Austur er mun betri en Vestur evropulega/kiddalega sed...............

En vid erum allavega i toppstandi eftir oll tessi ferdalog og hlakkar til ad hitta alla :)

Ast

Kiddi / Kristrun


Amsterdam, alls konar daemi

Vid viljum takka fyrir vaenar afmaeliskvedjur :)

Vid erum buin ad skemmta okkur vel i Amsterdam, to vid seum reyndar buin ad vera dugleg vid ad liggja i leti. Forum i Heineken experience tar sem vid fengum okkur nokkra ol og sidan fleiri ol. Forum i walking tour um rauda hverfid, hehe. Rigndi svoleidis svakalega a okkur og tourinn var styttri en hann atti ad vera. Endudum a gay bar tar sem vid fengum einn frian drykk fra guidinum, kynntumst 2 konum fra Bandarikjunum og spjolludum vid guidinn. Tegar tad frettist ad Kiddi aetti afmaeli var spilad fyrir hann afmaelislag og einn homminn gaf okkur freidivinsflosku! Cool Police

Sama kvold forum vid i drum&#39;n&#39;bass party tar sem vid skemmtum okkur mjog vel. Djinn atti afmaeli alveg eins og Kiddi og voru tvi allir ad oska honum til hamingju med afmaelid allan timann.

Erum nuna a leidinni til Hamburg, aetlum ad sja til hvort vid forum til Koben a morgun eda hinn.

Kristrun Kristmundsdottir er kominn inn i haskola Joyful -smooth

 


26 ara afmaelisdagurinn

Jamms, eg a afmaeli i dag :) Takk fyrir afmaelissonginn mamma :)

Ekki mikid haegt ad hafa samband vid okkur odruvisi en i gegnum netid tannig ad allir hamingjuoskir eru vel metnar sem komment ! En ekkert naudsynlegar audvitad :)

Erum nuna i Amsterdam, komum i gaer og fengum okkur litid odyrt hotelherbergi i 3 naetur ( aetla ekkert ad vera ad lysa tvi of mikid en tad jadrar vid 1 * hotel) . Tad er allt i godu tar sem vid hofum okkar svaedi og naedi og finasta badherbergi.

Vorum i Luxembourg yfir helgina og saum thjodhatidardaginn theirra . Tetta var svo gaman, mismunandi dj&#39;s utum alla borg, reggae,techno,rock,house og allur fjandinn ! (ekki eins og skitamorall og hvad thetta heitir nu a islandi!) allir ad skemmta ser gedveikt vel og sidan brjalud flugeldasyning a midnaetti sem slo alveg ut menningarnott heima x 3 :) Vid vorum komin heim um halftvo og forum sidan ad skoda borgina alla a sunnudeginum...sem var frekar erfitt tar sem raun thjodhatidardagurinn er daginn eftir hatidarholdin og flest lokad ...ha!

Komum svo hingad i gaer og forum med dotid upp a hotel og komum okkur fyrir, fundum svo mexikanskann stad tar sem vid hamudum i okkur og vorum svo sodd ad vid forum upp a hotel og horfdum a tv tangad til vid sofnudum !

Svafum ut i dag, fundum okkur bakari og nu netcafe :) Aetlum ad fara ad skoda borgina ,mig langar ad fara i Heineken verksmidjuna i tour og mogulega walking tour af borginni lika...vid aetlum lika ad skoda hid margfraega rauda hverfi, en tar sem mer list ekki mikid a folk tarna i kring vil eg gera tad i dagsbirtu, verdur mjog fyndid ad sja tetta sennilega :)

Annars ekkert ad fretta nema ad eg er ordinn 26 og get tvi ekki lengur fengid afslatt af interrail midum og hostelum sumstadar...:(  

Vaeri gaman ad geta farid i afmaelismat til mommu og hitt familiu og vini en tad bydur i smastund enn...Krissa aetlar ad passa vel upp a mig og er dagurinn buinn ad vera frabaer hingad til:)

Vid forum hedan ekki a morgun heldur hinn med stoppi i Breda eda Hamburg og forum svo til Koben mjog bradlega...

bloggum aftur vid taekifaeri...

Ast

Kiddi Birthday-Boy 


Frankfurt -,,vid reddum tessu"

Jaeja ta erum vid buin ad kvedja yndislega Sviss (eda Svissland eins og eg segi alltaf ovart). Vid vorum eitthvad ekki alveg viss hvert vid aetludum naest tegar vid tekkudum okkur ut af hostelinu i Zurich. Eitthvad hafdi orlaeti tyska vinar okkar kvoldid adur ruglad okkur i hausnum. Tetta var semsagt madur um fimmtugt sem vid kynntumst a hostelinu, taladi enga ensku en einhvern veginn forum vid ad tvi ad tala helling vid hann. Hann syndi okkur meira ad segja bilinn sinn med miklu stolti. Hann kom semsagt keyrandi fra Stuttgard tar sem hann byr. Hann var alveg akvedinn i tvi ad vid vaerum fataekir namsmenn svo hann keypti oumbedinn handa okkur bjor eftir bjor. Vid kynntumst lika tyskum strak sem vinnur med honum, strak fra Filippseyjum og tyskum edlisfraedinema. Tad besta vid ad ferdast er folkid sem madur kynnist, jafnvel to madur tali vid tad eitt kvold og hitti tad svo aldrei aftur. Reyndar hef eg nuna loksins komist ad tvi til hvers haegt er ad nota myspace!

Alla vega... Vid vorum eitthvad ad spa i ad fara til Luxemburg en akvadum svo ad fara frekar til Stuttgard tvi tad er naer Zurich. Ta hofdum vid nebbla tima til ad fara i dyragardinn i Zurich. Tad var mjog gaman, tad var allt annad en dyragardurinn i Split. I tessum hofdu dyrin endalaust plass til ad hlaupa um og leika ser og virtust mjog anaegd. Aparnir og morgaesirnar stodu upp ur! Alls konar litlir fyndnir apar sem hlupu um og leku ser. Sidan lika blair, gulir og undarlega syrumunstradir froskar.

Vid hoppudum svo i lest kl 7 um kvoldid til Stuttgard. A leidinni akvadum vid ad fara frekar bara alla leid til Frankfurt. Vid satum a fyrsta farrymi mest allan timann, vid settumst tar fyrst ovart og tegar vid fottudum ad vid vorum a fyrsta akvadum vid bara ad bida eftir ad vid yrdum rekin yfir. Midavordurinn kom og skodadi midana okkar en rak okkur ekki yfir! Ekki slaemt, ledursaeti og laeti :) Svo seinna kom annar og rak okkur yfir...

Ta vorum vid komin til Frankfurt a midnaetti, ekkert hostel bokad og reyndar vorum vid ekki einu sinni med heimilsfang eda simanumer hja hosteli, i rauninni vissum vid ekki einu sinni hvort tad vaeri hostel i Frankfurt... Eg var frekar stressud yfir tessu ollu saman en Kiddi sagdi ,,vid reddum tessu, engar ahyggjur, vid reddum tessu" svo eg akvad ad treysta honum bara. Og viti menn, vid reddudum tessu! Turftum bara ad tvaelast um i ca 40 min og svo rakumst vid a hostel tar sem vid fengum gistingu. Tokum tvaer naetur. Akvadum ad leyfa okkur ad sofa ut!! nice! Forum a faetur kl 1 og sitjum nu a netcafe, half ferdatreytt ordin en tad er nu farid ad styttast i annan endan. Tad verdum notalegat ad koma heim til Ingu i Koben og ennta notarlegra ad koma heim i sitt eigid rum! Farin ad hlakka alveg ansi mikid til Roskilde!!! 


Swissssssssssss................smoooooooooooth !

Ja, Swiss er frabaer ! Komum i gaer a notalega lestarstod, allir mjog hjalplegir, fekk okeypis Cookie fra Starbucks tar sem teir attu enga skiptimynt, frabaert hostel (soldid dyrt) en heavy nice :)

Allir herna eru i godu skapi,hreinleg borg og alls konar!

K


Ljublana-Venice-Milan

Forum med naeturlest til Sloveniu og gistum tar eina nott. Hittum Lindsay tar sem er vinkona okkar fra Kanada. Gistum tar eina nott og tokum sidan naeturlest til Venice..

Tad er mjog erfitt ad sofa i tessum naeturlestum og mismunandi othaegilegt, aetludum tvi ad finna okkur hostel i Feneyjum en tad eru engin hostel, bara hotel sem eru hver odru dyrari ! Feneyjar var alveg sjokk ad koma til eftir austur evropu tar sem allt er svooooo dyrt. Stor bjor kostar 6 evrur (svipad og a Islandi en 6-8x dyrara en tar sem vid hofum verid!)

Nadum hins vegar ad vera naestum heilan dag tar og tetta er rosalega falleg borg. Langadi ad fara i gondola nidur ana en tad kostadi 80-100 evrur! Med straetobat kostar hver ferd 6 evrur .....

Forum til Milan um kvoldid sem eg vissi ad vaeri dyr en vonandi ekki eins og dyr og tarna. Fundum eina hostelid i Milan sem er helmingi dyrara en onnur hostel og alveg thokkalega langt i burtu...

I lestinni a leidinni til Milan turftum vid ad borga 18 evrur i bokunargjald sem er 5-8 evrur annars stadar, ekkert tourist info a lestarstodinni, allar budir lokadar tegar vid komum og major vesen ad finna tetta hostel med skrytnu straetokerfi ...einhvern veginn var tessi storborg rosa ovingjarnleg vid fyrstu syn. Vid fundum okkur hins vegar mat og ol og forum snemma ad sofa.

Voknudum og forum i morgunmat ( 2 gamlar bollur og safi). Checkudum ut og forum nidur a lestarstod med undergroundinu, ekkert mal tannig :) Letum geyma toskur a stodinni og forum a adal tiskusvaedid i Milan sem var rosalega flott. Allar dyrustu hatiskubudir sem haegt er ad yminda ser ! Allt virtist vera mjog nice...

Lobbudum framja tessu flotta torgi og er einhver gaur tar med fuglafrae ad gefa dufum...mjog gott scam, hann gefur manni frae og tekur myndir af okkur tveim saman, fullt af dufum....svo tegar vid erum komin med leid a tvi, ta nae eg i klink sem er 1-2 evrur, fannst tad videigandi en ta er vinur hans kominn og teir vilja 10 evrur a mann ! Eg nadi ad trixa ta tilbaka og let ta fa 100 dinar sedil sem er naestum 1 evra og ekkert annad! Teir keyptu tad :) Svo saum vid fullt af odrum gaurum a sama torgi ad scam-a adra turista....

Malid var ad teir taka mynd af pari og eru tvi med myndavelina tegar teir bidja um peninginn....abyggilega fullt af folki sem eru buin ad tapa fullt af pening a tessu !

En tetta var bara svona og vid akvedum ad fara a alvoru italskan pizzastad og fa okkur godan mat.

Maturinn var mjog godur en tegar reikningurinn kom er 4 evrur a honum fyrir afnot af hnifaporum og serviettu !!!

Eg verd mjog anaegdur ad fara fra tessu landi, ekki ad gera sig :)

Aetlum ad fara til Sviss a eftir og vera eina nott, forum svo aftur til yndislega Tyskalands og komum okkur fyrir tar i nokkra daga :)

Lidur badum mjog vel en okkur hlakkar til ad komast hedan !

Blog ya later

Kiddi + Cat


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband